Félagsfundur 30. mars 2016

Um 50 manns mættu á félagsfund KFR í Hvolnum, Hvolsvelli þar sem tekin var fyrir tillaga um hvort slíta skildi samstarfi við ÍBV í yngri flokkum félaganna frá og með október næstkomandi.

Fjörlegar umræður voru á fundinum og yfirleitt skoðunn fundarmanna að samstarfið kæmi okkar iðkendum til góða þrátt fyrir að fjölmargt mætti betur fara í þessu samstarfi. Margir lögðu áherslu á að styrkja samband foreldra/þjálfara milli lands og eyja og að fjölga þyrfti sameiginlegum æfingum. Þá verði KFR að vera mun sýnilegra í samstarfinu, m.a. með að allir flokkar þar sem eru sameiginleg lið verði skráð sem ÍBV/KFR.

Tillaga var felld með allmiklum mun.