Lög KFR

Lög KFR
Hvolsvelli 09. febrúar 1998.
Breytt 4. mars 2015.

A. Nafn,heimili og tilgangur.
 

1. Félagið heitir Knattspyrnufélag Rangæinga skammstafað KFR
2. Heimili félagsins er „Íþróttamiðstöðin Hvolsvelli, 860 Hvolsvelli“. Varnarþing félagsins er í
Rangárvallarsýslu.
3. Félagið er knattspyrnufélag.
4. Tilgangur félagsins er að vinna að framgangi knattspyrnuiðkunar og stuðla að heilbrigðu líferni
félagsmanna.

B. Stjórn.

1. Stjórnarmenn eru kosnir einstaklingskosningu á aðalfundi eftir tilnefningu félagsmanna. Stjórn
félagsins skipa 5 menn og skal formaður kosinn sérstaklega. Stjórn skiptir að öðru leyti með sér
verkum. Kjósa skal 2 varamenn. Kjósa skal 2 skoðunarmenn reikninga.
2. Reikningsárið er almanaksárið

C. Aðalfundur.

1. Aðalfundur er haldinn á fyrsta ársfjórðungi ár hvert, fyrir Héraðsþing HSK.
2. Aðalfundur fer með æðsta vald í málefnum félagsins.
3. Rétt til setu á aðalfundi og atkvæðisrétt eiga allir félagsmenn 16 ára og eldri. Hver félagsmaður
hefur 1 atkvæði.
4. Boða skal aðalfund með minnst 2ja vikna fyrirvara. Tilkynna skal dagskrá.
5. Málefni sem óskast tekin fyrir á aðalfundi, þ.m.t. lagabreytingar, skulu berast félaginu a.m.k. viku
fyrir aðalfund.
6. Fundurinn telst lögmætur sé löglega til hans boðað.

D. Aukaaðalfundur.

1. Aukaaðalfund má halda ef nauðsyn krefur, 40 % félagsmanna óski þess skriflega eða meirihluti
stjórnar og varamanna.
2. Sömu reglur gilda um boðun auka- og aðalfundar. Málefni má leggja fram viku fyrir aukaaðalfund.
3. Lagabreytingar eru ekki heimilaðar á aukaaðalfundi.
4. Heimilt er að kjósa nýja stjórnarmeðlimi á aukaaðalfundi.
5. Reikningar skulu liggja frammi miðað við stöðu viku fyrir aukaaðalfund.

E. Aðalfundur.

1. Allar kosningar skulu vera opnar. Fjórir eða fleiri fundarmen geta þó farið fram á leynilega kosningu
um einstök mál/einstaklinga.
2. Einfaldur meirihluti ræður úrslitum, nema um lagabreytingar sé að ræða. Þá þarf 2/3 hluta greiddra
atkvæða.
3. Engar kröfur eru gerðar um tímalengd setu manna í stjórn/nefndum.
4. Heimilt er með samþykki 2/3 hluta fundarmanna, að breyta áður boðaðri dagskrá. Skal það
gert strax á eftir lið b.
5. Öll fyrrnefnd og eftirtalin atriði, eiga einnig við um aukaaðalfund, að undanskildum lagabreytingu.

a) Setning (formaður).
b) Kosning fastra starfsmanna (fundarstjóri, ritari, 2 í kjörbréfanefnd).
c) Skýrsla stjórnar.
d) Skýrsla gjaldkera.
e) Skýrslur nefnda.
f) Umræður um skýrslur, málefni og reikninga.
g) Afgreiðsla skýrslna, málefnis og reikninga.
h) Lagabreytingar.
i) Kosning stjórnar og nefnda.
j) Önnur mál.
k) Fundarslit.

F. Nefndir/Fulltrúar

1. Ekki eru starfandi neinar fastanefndir en fráfarandi stjórn gerir tillögur um nefndir undir lið E. i.
2. Fyrir hverja nefnd, skal velja formann, aðra nefndarmenn, heiti og starfssvið.
3. Fulltrúa og fjölda þeirra á einstök þing eða til einstakra málefna utan félagsins, skal velja af stjórn
hverju sinni.

G. Starfssvið stjórnar og fundir.

 Stjórn félagsins skal vinna að því hverju sinni;
1. Að hafa yfirumsjón með rekstri félagsins.
2. Framkvæma ályktanir aðalfundar og þeirrar löggjafar sem stjórninni ber að hlíta hverju sinni.
Stjórnarfundi skal halda á minnst 2.mán.fresti. Formaður boðar til fundar og stjórnar þeim.

H. Leggist félagið niður

Samþykki 2/3 hluta atkvæða aðalfundar þarf til að félagið verði lagt niður. Sé ekki boðað til
aðalfundar á tilsettum tíma, geta 10 félagsmenn eða fleiri krafist aðalfundar og boðað til hans, sé
kröfu þeirra ekki sinnt. Þeir mega setja aðalfund sé formaður/varaformaður ekki mættur og halda
fund samkv. lið E. Fráfarandi stjórn er skylt að afhenda strax öll gögn/eigur félagsins til nýrrar
stjórnar.
Sé ákveðið að leggja félagið niður, skulu fé og aðrar eigur settar í geymslu og renna óskertar til
endurvakins/sambærilegs félags sem stofnað yrði í sýslunni innan þriggja ára. Hafi félagið ekki
verið endurvakið eða sambærilegt félag stofnað innan þess tíma, skal eigum útdeilt til starfandi
íþróttafélags/-a innan sýslunnar.
Öll framkvæmd ofangreindra atriða og ákvarðanataka, er í höndum síðustu löglegu kosnu stjórnar.

I. Um þau atriði sem ekki eru tekin fram í lögum þessum, gilda ákvæði í lögum ÍSÍ.