COVID-19

Stjórn KFR og þjálfarar hafa tekið þá ákvörðun að taka ekki þátt í knattspyrnumótum fyrir yngstu iðkendur félagsins, 6. og 7. flokk karla og kvenna á meðan neyðarstig Almannavarna er í gildi á Íslandi.

Sóttvarnalæknir beinir því sérstaklega til skipuleggjanda og þátttakenda viðburða á borð við fótboltamót að íhuga aðgerðir til að draga úr hættu á dreifingu smits. Mörg félög eru að fresta mótum og teljum við það ábyrgt að senda ekki iðkendur, foreldra og þjálfara í aðstæður þar sem sýkingahætta er aukin.

Samkvæmt viðbragðsáætlun Almannavarna, þegar neyðarstig hefur verið sett á, er það hlutverk íþrótta- og æskulýðsfélaga á að halda úti starfssemi eins lengi og hægt er. Önnur starfssemi KFR helst því óbreytt að svo stöddu. Æfingar halda áfram samkvæmt töflu og reynt verður á ábyrgan hátt að spila leiki í Faxaflóamóti. Staðan er endurmetin dag frá degi og verði einhverjar breytingar munum við láta vita.

Í íþróttahúsunum hefur öllum ráðstöfunum verið sinnt og ættu allir iðkendur að hafa aðgang að vatni, sápu og spritti að loknum æfingum. Þjálfarar munu minna iðkendur á mikilvægi hreinlæti og að þeir séu ekki að deila með sér vatnsbrúsum.

Að lokum er mikilvægt að við stöndum öll saman og hugsum vel um hvert annað! Senda má athugasemdir eða spurningar sem þetta varða á tinnaerlings@gmail.com.