Ráðning þjálfara meistaraflokks fyrir næsta tímabil

Knattspyrnufélag Rangæinga (KFR) gekk frá ráðningu á þjálfurum meistaraflokks fyrir næsta tímabil fyrir stuttu. 

Þjálfari liðsins verður Ellert Geir Ingvason og honum til aðstoðar verður Hjörvar Sigurðsson.

Þeir hafa séð um þjálfun liðsins síðustu tvö tímabil með góðum árangri, ásamt þess að Hjörvar hefur verið einn af lykilmönnum liðsins. 

Það eru spennandi tímar framundan hjá KFR, en liðið komst í úrslitakeppni 4. deildar á síðasta tímabili. Hópurinn samanstendur af efnilegum ungum leikmönnum í bland við reynslu mikla leikmenn.