Foreldratenglar
Foreldratenglar Hlutverk tengla er fyrst og fremst samskipti;
- Vera í samskiptum við þjálfara flokksins, sérstaklega fyrir mót / leiki vegna ferða og fararstjórnar. -
- Aðstoða aðra forráðamenn við og/eða hafa frumkvæði að fjáröflun fyrir viðkomandi flokk.
Enn vantar talsvert af tenglum og stjórn leggur áherslu á að hafa virka tengla. Foreldrafundir verða haldnir í feb./mars þar sem þjálfarar munu í samráði við foreldra skipa tengla fyrir þá flokka þar sem enn vantar tengla. Án virkra foreldratengla getur starfsemin ekki gengið eðlilega fyrir sig.