KFR vinnur fyrsta leik í Lengjubikar

KFR sigraði lið Samherja í fyrsta leik Lengjubikarsins í gær (6. mars). Leikurinn fór fram á Domusnova vellinum í Breiðholti. Um var að ræða fyrsta leik í 4. riðli C-deildar.

Leikurinn var í járnum til að byrja með þar sem bæði lið voru að finna sig á vellinum. Eftir því sem leið á leikinn tók KFR yfirhöndina og skapaði sér ágætisfæri í fyrri hálfleik án þess þó að skora.

Það var hægri bakvörðurinn Stefán Bjarki Smárason sem fylgdi vel á eftir eftir hornspyrnu Ævars Márs Viktorssonar og kom KFR í verðskuldaða forustu snemma í seinni hálfleik.

Ívan Breki Sigurðsson opnaði markareikning sinn fyrir meistaraflokk KFR þegar hann skoraði annað mark leiksins eftir góða sókn. Kristinn Ásgeir Þorbergsson vann boltan hátt á velli andstæðingana sendi hnitmiðaða sendingu á Hjörvar Sigurðson fyrirliða sem kom boltan á Ívan Breka sem kláraði færið vel.

Næst var komið að Helga Val Smárasyni sem skoraði glæsilegt mark beint úr aukaspyrnu, óverjandi og KFR komið í 3-0.

Að endingu var það Ívan Breki Sigurðsson sem kórónaði góðan leik með sínu öðru marki undir lok leiksins eftir frábæra sendingu Aron Birkis Guðmundssonar, og lokatölur 4-0.

Leikur KFR var heilt á litið mjög góður þar sem leikmenn héldu boltann vel og létu hann ganga vel á milli sín og sýndu mikla baráttu.

Næsti leikur KFR er á móti Smára í Fagralundi í Kópavogi næstkomandi sunnudag þann 14. mars klukkan 14:00.

Sjá má stöðuna í riðlinum hér