Almennar siðareglur:
Gættu hagsmuna félagsins í starfi þess og ekki láta eigin hagsmuni hafa áhrif á ákvarðanir sem tengjast félaginu.
Höfum í huga að við erum ólík og leggjum okkur fram við að virða hvort annað
Virðum félagið okkar, þjálfara, starfsmenn, foreldra/forráðamenn og aðra iðkendur
Leggjum okkur fram við að leysa ágreining á faglegan hátt.
Sýnum jákvæðni og gott fordæmi við æfingar og í starfi félagsins
Líðum ekki ofbeldi eða einelti, tilkynnum það strax svo hægt sé að leysa úr því
Sýnum sjálfum okkur virðingu með því að hugsa jákvætt og rækta okkur á heilbrigðan hátt.

Stjórn:
Standa vörð um félagið gildi þess og hagsmuni jafn innan þess og utan
Gæta jafnréttis gagnvart öllum félagsmönnum og gæta þess að framkoma sé óháð kyni, aldri, trúarbrögðum, kynþætti og kynhneigð.
Fara eftir þeim reglum sem félagið hefur sett sér og gæta þess að ákvarðanataka sé í samræmi við reglur og lýðræði félagsins
Sýna fagmennsku og vera til fyrirmyndar innan félags sem utan
Gæta þess að aðgengi að ákvörðunum og upplýsingum sé opið og upplýsa félagsmenn um það sem er í gangi í félaginu á hverjum tíma.
Sýna ábyrgð í rekstri félagsins og gæta þess að hann samræmis ávallt lögum og reglum
Taka alvarlega þá ábyrgð sem stjórn hefur gagnvart félaginu og iðkendum.
Leitast við að jafna ágreining og árekstra á sanngjarnan máta og til samræmis við lög og venjur félagsins

Þjálfarar:
Mæta hverjum iðkanda á hans forsendum, miða við getu og þroska hans.
Gæta þess að verkefni hópsins séu í samræmi við getu hans hverju sinni
Vera til fyrirmyndar í framkomu og hegðun jafnt innan félags sem utan
Styrkja jákvæða hegðun og framkomu iðkenda
Gera ekki greinarmun á iðkendum eftir, kynferði, kynhneigð, trúarskoðunum eða kynþætti.
Bera virðingu fyrir leiknum og ákvörðunum dómara og kenna iðkendum virðingu fyrir leiknum.
Sýna umhyggju, vera réttlátur og heiðarlegur gagnvart iðkendum, starfsfólki og dómurum
Leitast við að gera iðkendur ábyrga gagnvart sjálfum sér og hópnum.
Gæta heilbrigðis iðkenda með uppbyggilegum æfingu og að þjálfun sé í samræmi við líkamlega og andlega getu.
Beita iðkendur aldrei ofbeldi eða neikvæðu áreiti af neinum toga
Vinna markvisst gegn ofbeldi og einelti og samþykkja aldrei slíka hegðun
Vinna markvisst með stjórn, öðrum þjálfurum, foreldrum og iðkendum að leysa vandamál sem upp koma á faglegn hátt og í samræmi við verklagsreglur félagsins.
Halda samskiptum við iðkendur og foreldra/aðstandendur á formlegum og faglegum nótum jafnt í störfum fyrir félagið og utan þess.
Velja ávallt réttar boðleiðir í samræmi við reglur félagsins
Tala fyrir heilbrigðum lífstíl og fordæma neyslu áfengis, ólöglegra lyfja og fíkniefna
Komdu þér aldrei í þá aðstöðu að þú sért einn með iðkanda.

Taktu aldrei að þér akstur iðkenda, hvorki á leiki né æfingar, nema með skriflegu leyfi foreldra

Iðkendur

Allir:
Gerðu alltaf þitt besta
Vertu stundvís og berðu virðingu fyrir tíma annarra
Vertu jákvæð/ur fyrir þeim verkefnum sem þú færð.
Nýttu hæfileika þína og orku til að gera sjálfan þig betri og ekki síður til að gera aðra betri í kringum þig.
Sýndu leiknum virðing og virða reglur um háttvísi og heiðarleika
Vertu með af því að þú hefur gaman af því ekki gera það fyrir aðra
Sýndu þjálfurum, starfsmönnum, dómurum og öðrum sem koma að starfi félagsins virðingu
Sýndu æfinga og búningsaðstöðu virðingu og gakktu um hana af snyrtimennsku.
Vertu fyrirmynd annarra iðkenda og leggðu þig fram um að hjálpa þeim ef þú getur
Sýndu félaginu þínu, búningum og búnaði virðingu jafnt innar vallar sem utan, og vertu tilbúinn að taka að þér verkefni ef þú ert beðin um það
Vertu ábyrg/ur fyrir eigin gjörðum
Ekki líða ofbeldi eða einelti, sýndu frumkvæði ef þú verður vitni að slíku láttu þjálfara vita.
Virðum hvort annað hvernig sem við erum

Eldri:
Hugsaðu vel um sjálfan þig og ekki neita ólöglegra lyfja eða vímuefna.
Gættu þess að samskipti þín við þjálfara séu á faglegum nótum
Vertu fyrirmynd yngri iðkenda
Notaðu æfingar og leiki til að hvetja liðsfélaga þína áfram

Foreldri/forráðamaður, hafðu ávallt hugfast að:

Sýnum íþróttaiðkun barnsins áhuga og hvetjum það áfram á jákvæðan og uppbyggilegan hátt
Barnið þitt er í íþróttum vegna eigin ánægju og áhuga
Kenndu barninu þínu að virða reglur félagsins og leiksins
Kenndu barninu þínu að enginn er eins og að það þurfi að virða, skoðanir og athafnir annarra í kringum sig
Þar sem við komum saman skaltu hvetja hópinn í nafni félagsins
Vertu tilbúinn til að taka þátt í félagsstarfinu og gera félagið betra
Leitaðu til stjórnar vegna óánægju eða koma með ábendingar svo málin fari í réttan farveg og við getum gert félagið betra.
Virðum hvert annað óháð, kynþætti, kyni, kynhneigð eða trúarbrögðum.
Ekki líða ofbeldi eða óviðeigandi áreiti og gættu þess að framkoma þín sé ávallt fagleg þegar þú sinnir verkefnum í nafni félagsins

Ofbeldi – andlegt – líkamlegt – kynferðislegt – einelti – kynbundið ofbeldi

Félagið fordæmir hverskonar ofbeldi og mun leitast við að koma slíkum málum í faglegan farveg og vinna úr þeim samkvæmt verklagsreglum sem félagið hefur mótað í slíkum málum.
Snerting og nánd er hluti af því að vera í íþróttum en þess þarf að gæta að hún sé með eðlilegu móti þannig að öllum líði vel. Nauðsynlegt er að gera iðkendum grein fyrir muninum á eðlilegri snertingu/nánd eða óeðlilegri snertingu/nánd þannig að þeir séu meðvitaðir um það og geti greint á milli þess hvað sé eðlilegt og óeðlilegt, og að mörkin séu skýr þar á milli. Einnig skulu starfsmenn/þjálfarar stuðla að góðum og jákvæðum samskiptum í starfi félagsins.

Upplýstur iðkandi hefur aukna möguleika á að:

Vita, skynja og greina hvers lags hegðun telst vera innan eðlilegra marka og hvaða hegðun er það ekki
Þekkja birtingarmyndir atferlis/framkomu sem er óviðgeigandi og skaðleg
Vita hvað á að gera ef það finnur sig í ógnandi aðstæðum þar sem hætta steðjar að

Forvarnir:
Félagið heldur kynningu fyrir iðkendur og forráðamenn minnst einu sinni á ári þar sem farið er fyrir siðareglur félagsins og fjallað um ofbeldi og viðbrögð við því.
Félagið hefur siðareglur aðgengilegar á heimasíðu félagsins.
Félagið kynnir þjálfurum siðareglur og verklagsreglur varðandi úrlausnir ofbeldismála

Viðbrögð við minniháttar brotum á siðareglu – óhlýðni
Ef starfsmaður félagsins verður vitni að minninháttar brotum á siðareglum félagsins skal hann leitast við að leiðrétta hegðun iðkenda og óska eftir því við hann að bæta sig. Verði iðkandi ekki við því og lætur sér ekki segjast skal starfsmaður félagsins hafa samband við foreldrea/forráðamenn iðkenda og gera þeim grein fyrir málinu. Haldi brotin áfram skal starfsmaður hafa samband við stjórn félagsins.

Við úrlausn minniháttar brota skal haft í huga:
Grípa fljótt inn í til að leiðrétta hegðunina.
Gera gerandanum skýra grein fyrir hvaða hegðun er óæskileg
Benda gerandanum á leiðir til að bæta hegðun sína
Minna gerandann á ef hann gleymir sér

Starfsmaður hefur heimild til að vísa geranda af æfingu ef um síendurtekna hegðun er að ræða sem truflar æfingar. Starfsmaður skal láta foreldra/forráðamenn iðkandans vita ef það er gert.

Viðbragðsáætlun við alvarlegum brotum á siðareglum – ofbeldi hverskonar
Vakni grunur eða komi fram ásakanir um ofbeldi skal farið eftir neðangreindum verkferlum. Þeir sem verða varir við eða grunar að einhverskonar ofbeldi sé í gangi skulu eins fljótt og mögulegt er tilkynna það svo koma megi málinu í réttan farveg.

Ábendingum um ofbeldi skal komið til stjórnar félagsins
Stjórn félagsins safnar saman upplýsingum frá þjálfurum/starfsmönnum og iðkendum og haft er samband við aðstandendur þeirra sem málið varðar. Þess skal gætt að fleiri en einn aðili sé til staðar þegar rætt er við aðila málsins.
Stjórn ber ábyrgð á að halda utan um gögn sem varðar málið og skipa ábyrgðarmann þess innan stjórnar.
Stjórn leitar til fagaðila og búin er til framkvæmdaáætlun um lausn málsins með aðilum þess. Ef talið er að um saknæmt athæfi sér að ræða gagnvart lögum skal málinu komið til lögreglu og eða barnaverndaryfirvalda og það unnið í samvinnu með þeim aðilum.
Ábyrgðarmaður málsins sér um að framkvæmdaáætlun sé virk og henni fylgt eftir og metur árangur og upplýsir stjórn um framvindu málsins.
Ef árangur af framkvæmdaáætlun er góður og málinu líkur með sátt málsaðila telst því lokið en tekinn skal stöðufundur með aðilum innan þriggja mánaða frá lokum málsins.
Framkvæmdaáæltun skilar ekki tilætluðum árangri. Stjórn boðar þá til fundar um málið og málið er falið fagaðilum til meðferðar og úrlausnar.

Ef aðili málsins er starfsmaður félagsins skal honum vikið tímabundið frá störfum á meðan að málið er í ferli og þar til það fær úrlausn. Að því loknu skal það metið af stjórn félagsins hvort hún telji að starfsmaðurinn geti starfað áfram fyrir félagið eða ekki.

Meta þarf aðgerðir gagnvart iðkendum í hvert skipti svo sem út frá alvarleika brota og aldri þeirra með hvaða hætti iðkun þeirra er á meðan að verið er að vinna að úrlausn þeirra mála.

Jafnrétti

Iðkendur
Knattspyrnufélag Rangæinga leggur áherslu á jafnan rétt iðkenda til að taka þátt í starfi félagsins þar sem styrkleikar þeirra fá að njóta sín óháð kyni, kynþætti eða trúarskoðunum.

Þetta skal gert með því að:
Veita báðum kynjum jöfn tækifæri til knattspyrnu æfinga og iðkunar
Upplýsa iðkendur um mikilvægi þess að allir eigi að fá jöfn tækifæri
Leitast við að kenna umburðarlyndi, siðgæðisvitund og samvinnu í starfi félagsins
Veita öllum iðkendum jafna athygli og hvetja þá áfram

Starfsmenn/þjálfara
Knattspyrnufélag Rangæinga leggur áherslu á að starfsmenn félagsins njóti jafnra réttinda og tækifæra í starfi þess óháð kyni, kynþætti eða trúarskoðunum.

Þetta skal gert með því að:
Hvetja jafnt konur og karla til að starfa fyrir félagið og láta það koma fram í starfsauglýsingum að störfin henti báðum kynjum.
Tryggja sömu laun fyrir bæði kyn fyrir sömu störf.
Að bera virðingu fyrir ólíkum skoðunum og að hlustað sé á þær innan félagsins
Skapa tækifæri fyrir starfsmenn félagsins til að sækja sér menntun tengdu starfinu og þróa sig áfram í því

Skilgreiningar

Brot á siðareglum (agabrot)
Hægt er að skipta brotum á siðareglum félagsins í tvo megin flokka

Minniháttar brot: Almenn óhlýðni svo sem þar sem ekki er farið eftir fyrirmælum eða ef um ólæti er að ræða.
Alvarlegt brot: Ofbeldi, svo sem líkamsmeiðingar, neysla á áfengi eða vímuefnum, einelti, kynbundið ofbeldi, kynferðislegt ofbeldi eða andlegt ofbeldi.

Síðast farið yfir og endurskoðað 29. Nóvember 2018