Meistaraflokkur KFR vann 3-2 sigur á Smára í Fagralundi um síðustu helgi. Það var ekki langt liðið á leikinn þegar Smári komst yfir. Eftir það sótti KFR og það var svo Ævar Már Viktorsson (4) sem skoraði með góðu skoti og jafnaði leikinn 1-1. Þannig stóð í hálfleik.
Smári komst svo aftur yfir í seinni hálfleik, en Kristinn Ásgeir Þorbergsson (7) jafnaði úr víti undir lok leiksins. Það var svo á 99 mínútu sem Helgi Valur Smárason (92) skoraði stórglæsilegt mark beint úr aukaspyrnu og tryggði KFR sigurinn í leiknum.
KFR og KH eru efst og jöfn í riðlinum hafa unnið báða sýna leiki. Sjá má stöðuna hérna.
Næsti leikur KFR er á JÁVERK vellinum á Selfossi næstkomandi sunnudag klukkan 14:00 þegar liði mætir liði KFB.