1. gr. Markmið
Markmið reglugerðarinnar eru:
- Að marka stefnu um það hvernig staðið skuli að fjáröflunum í nafni félagsins með það að markmiði að samræma
- Að skýra nánar ábyrgð þeirra aðila sem koma að skipulagningu fjáröflunar.
2. gr. Gildissvið
Reglugerðin gildir um alla fjáröflun allra flokka á vegum KFR.
3. gr. Tilgangur fjáröflunar
Fjáröflun á vegum KFR miðast við að standa straum af beinum kostnaði vegna viðkomandi tiltekins viðburðar, svo sem beinum ferða- og dvalarkostnaði, ásamt kostnaði við þátttöku í viðburðum sem skipulagðir eru sem hluti af viðkomandi ferð. Þannig að Þátttakendur í fjáröflun geta ekki aflað sér fjármuna í nafni félagsins umfram beinan kostnað.
4 gr. Meðferð fjármuna og skuldbindingar
Öll meðferð fjármuna og þar af leiðandi fjáraflanir í nafni félagsins eru á ábyrgð stjórnar KFR.
Stjórn KFR gerir því kröfu um að vandað sé til ákvarðana um fjáraflanir.
Iðkendur og forráðamenn þeirra séu vel upplýstir um fyrirhugað verkefni, kostnað og áætlaðar fjáraflanir sem ætlað er að standa straum af kostnaði og skýrar reglur gildi um meðferð fjármuna.
Óheimilt er að binda fjárskuldbindingar í nafni félagsins, nema liggi fyrir samþykki viðkomandi stjórnar.
5. gr. Varsla og ráðstöfun ágóða úr fjáröflun
Fyrirfram skal liggja fyrir hvernig ágóða af fjáröflun verði varið, þar á meðal hvort ágóði rennur í sameiginlega sjóð og/eða verðir merktur viðkomandi einstaklingi.
Inneign vegna fjáröflunar má nýta hann upp í önnur verkefni og færa með einstaklingi yfir í annan flokk.
6 gr. Útborgun inneignar
Meginreglan er að iðkendur geta ekki fengið greitt það fé sem þeir hafa tekið þátt í að safna, hætti þeir við að taka þátt í þeim viðburði sem safnað er fyrir. Í slíkum tilfellum á iðkandi inneign til þess að nýta við næsta verkefni.
Heimilt er að gera undantekningar ef upp koma óvænt atvik, svo sem veikindi eða meiðsli sem koma í veg fyrir að viðkomandi geti tekið þátt í viðburðinum og skal viðkomandi skila inn viðurkenndu læknisvottorði sé þess krafist af forsvarsmönnum fjáröflunar.
Ef iðkandi hættir æfingum og þar með þátttöku í starfi KFR gildir sú regla að það fé sem hann hefur safnað rennur inneign í sameiginlegan sjóð flokksins en einnig er heimilt að færa inneign yfir á systkini æfi það með KFR.
7. gr. Skipulag fjáröflunar
Áður en ráðist er í fjáröflun á vegum félagsins skal leita samþykkis fyrir henni hjá stjórn og skila inn upplýsingum um fjáröflunina og ábyrgðarmenn hennar.
Óheimilt er að taka upp fjáröflun sem hefð er fyrir að annar aðili/flokkur innan félagsins stundi nema með samþykki viðkomandi og stjórnar.
Fjáraflanir einstakra hópa skulu vera á vegum foreldratengla eða iðkenda sjálfra, séu þeir 18 ára eða eldri.
8. gr. Framkvæmd fjáröflunar
Allir einstaklingar sem afla fjár til starfssemi KFR skulu við fjáraflanir vera merktir félaginu og gefa upplýsingar um hvern og til hvaða verkefnis fjárins er aflað.
Reglugerð þessi, sem var samþykkt á fundi aðalstjórnar KFR 24.03.2022, öðlast þegar gildi.