Meistaraflokkur kvenna KFR er verkefni í vinnslu sem hófst árið 2018 þegar við hóuðum í fjölbreyttan hóp kvenna sem vildu hittast og spila fótbolta.
Hópurinn hefur verið aðeins breytilegur en í dag er stöðugur kjarni með um 8-10 stelpum/konum, ásamt 5-6 stelpum úr 3. flokki kvenna sem hafa verið að æfa með okkur líka. Við tókum ákvörðun í vor um að bíða í að minnsta kosti ár með að skrá okkur í keppni en stefnum á að finna okkur æfingaleiki í sumar.
Við erum með ungar og efnilegar stelpur í hópnum og flottar stelpur að koma upp úr yngri flokkum á næstu árum svo það verður spennandi að sjá hvort við náum ekki að tefla fram flottu liði í meistaraflokki kvenna KFR á Íslandsmót eftir fáein ár. Það yrði þá í fyrsta skiptið sem KFR skráir kvennalið til keppni á Íslandsmóti.
Fyrst og fremst væri flott að geta boðið upp á framtíðarverkefni fyrir ungu stelpurnar okkar í KFR, sem vilja ekki þurfa að leita annað til að spila fótbolta eftir að grunnskóla lýkur. Við hvetjum alla til að fylgjast með efnilegu stelpunum okkar í yngri flokkum í sumar og viljum einnig bjóða þeim sem áhuga hafa að vera með okkur á æfingum í sumar. Framtíðin er björt!
Elísabeth Lind Ingólfsdóttir – 8669005
Fanney Úlfarsdóttir