
KFR stóð uppi sem deildarmeistari 5. deildar árið 2025. Liðið leikur því í 4. deild árið 2026. KFR sigraði sinn riðil og lék til undanúrslita við Skallagrím frá Borgarnesi.
Skallagrímur sigraði leikinn í Borgarnesi 2-1 en KFR vann leikinn á SS vellinum á Hvolsvelli 4-1, þar sem staðan var 2-1 eftir venjulegan leiktíma en KFR bætti 2 mörkum við í framlengingu.
Liðið lék síðan til úrslita gegn Álafossi í Mosfellsbæ þar sem liðið vann sannfærandi sigur 3-2.
Hér má sjá sigurmark leiksins á móti Álafossi. Markaskorari var Þórður Kalman Friðriksson
