KFR og KFB áttust við á JÁVERK vellinum á Selfossi síðasta sunnudag. Um var að ræða þriðja leik í lengjubikar. Leiknum lauk með sannfærandi 4-0 sigri KFR.
Fyrsta mark leiksins skoraði Kristinn Ásgeir Þorbergsson (7) á 34 mínútu eftir laglegt spil sem endaði með því að Ævar Már Viktorsson (4) lagði boltann á Kristinn sem skoraði úr þröngu færi. Kristinn Ásgeir var ekki hættur en hann bætti við öðru marki á 45 mínútu eftir stoðsendingu frá Trausta Rafni Björnssyni (76).
Í seinni hálfleik hélt KFR yfirhöndinni og bætti við tveim mörkum undir lokin. Fyrst var það Hjörvar Sigurðsson (10) sem lagði boltann í netið eftir stoðsendingu Kristins Ásgeirs. Það var svo Przemyslaw Bielawski (18) sem gulltryggði sigurinn eftir sendingu frá Ævari Má.
Góðu sigur. Næsti leikur er á Valsvellinum næsta Sunnudag klukkan 14:00 á móti KH. Þar verður spilað um efsta sætið í riðlinum.