Warning: Undefined variable $output in /var/www/virtual/kfrang.is/htdocs/wp-content/themes/Melos_Pro/admin/main/options/12.custom-styling.php on line 26
  1. flokkur. Er fyrir þau börn sem frá og með því almanaksári er þau verða 15 ára og fram til þess almanaksárs að
    þau verða 16 ára og að því meðtöldu.

Markmið í tækni- og leikfræðilegum atriðum 3. flokks.
Tækni
Tækni tengd leikæfingum og flóknum tækniæfingum.
Tækni einstaklings fínpússuð og þau tækniatriði fáguð og styrkt.
Leikfræði einstaklings
Markskot, eftir einleik, eftir samspil ofl.
Rennitækling
Pressa
Leikfræði hóps
Samleikur, veggsending, knattvíxlun, framhjáhlaup ofl.
Hreyfing án og með bolta
Undirstöðuatriði í sókn, dýpt, fríhlaup, vídd, hreyfing, opna svæði, aðstoð, skapa marktækifæri,
Leikfræði liðs
Sóknarleikur, hraður, hægur
Föst leikatriði og hreyfingar leikmanna
Sérstök leikfræðileg atriði s.s. sækja hratt, hlaupaleiðir þegar bolti vinnst,
Varnarleikur, maður á mann, svæðis- og pressuvörn.
Verjast föstum leikatriðum
Leikkerfi, margir möguleikar kynntir, sýndir og reyndir.
Markverðir
Verja skot, fyrirgjafir, stjórna vörninni, varnarveggur, koma knetti í leik, kasta/sparka, kýla bolta taka þátt í uppbyggingu leiks sem aftasti maður.

Boðið skal upp á þrjár æfingar yfir vetrartímann (3×50 mín) og tvær yfir sumartíma
(2×90). Farið skal með krakkana á mót eða spilaðir æfingaleikir eftir þörfum en helstu
mót eru: Faxaflóamót, Íslandsmót og Reycup.