- flokkur: þar fara börn sem frá og með því almanaksári er þau verða 13 ára og fram til þess almanaksárs að
þau verða 14 ára og að því meðtöldu.
Markmið í tækni- og leikfræðilegum atriðum 4. flokks.
Tækni
Spyrnu og móttaka bolta æfðar undir pressu, í leikformi með ákveðin markmið.
Knattrak og brellur æfðar undir pressu.
Sköllun og skallatennis
Hoppspyrna
Fyrirgjafir með ýmsu móti s.s. innanverð rist, utanverð rist bein rist ofl.
Leikfræði:
Markskot af ýmsum toga. Eftir samspil, 1:1, viðstöðulaust ofl.
Hreyfing án bolta
Undirstöðuatriði í liðssamvinnu í sókn; dýpt, fríhlaup, vídd, hreyfing í opin svæði
Undirstöðuatriði í liðssamvinnu í vörn: Dýpt, gæsla, loka svæði, samþjöppun, völdun
Veggsending, knattvíxlun, framhjáhlaup, ,,no look“ sendingar
Gæsla maður á mann með bolta
Gæsla maður á mann án bolta
(Rennitækling)
Pressa með áherslu á rétta varnarstöðu.
Vítaspyrnur, rétt innköst, hornspyrnur í vörn og sókn, aukaspyrnur beinar og óbeinar.
Rangstæða
Markmenn; verja skot, fyrirgjafir, stjórna vörninni, varnarveggur, koma knetti í leik
kasta/sparka,
Boðið skal upp á þrjár æfingar yfir vetrartímann (3×50 mín) og tvær yfir sumartíma
(2×90). Farið skal með krakkana á mót eða spilaðir æfingaleikir eftir þörfum en helstu
mót eru: Faxaflóamót, Íslandsmót og Reycup.