Stuðningsmannafélag KFR var stofnað á haustdögum 2021. Tilgangur þess er að styðja við starf meistaraflokks félagsins og styrkja um leið ungmenna og æskulýðsstarf.
Hér fyrir neðan má finna upplýsingar um árgjald og fríðini
- Félagið er stuðningsmannaklúbbur KFR – meistaraflokks
- Markmið klúbbsins er að styðja við og styrkja meistaraflokkstarf KFR. Markmiði sínu hyggst klúbburinn ná með árgjaldi félagsmanna, samskotum og öflugu fjáröflunarstarfi í samstarfi við meistaraflokksráð.
- Stuðningsmannaklúbburinn mynda með sér 3 – 5 manna starfsstjórn sem starfar með meistaraflokksráði og stjórn KFR.
- Aðilar að stuðningsmannaklúbb greiða árgjald sem fer til reksturs meistara flokks KFR.
- Árgjald verður ákveðið af starfstjórn og meistaraflokkssráði KFR 6. Aðilar að stuðningsmannaklúbb KFR greiða árgjald til klúbbsins að jafnaði á fyrsta ársfjórðungi hvers árs. Fríðindi sem fylgja aðild eru:
a. Frítt á leiki, kaffi og meðlæti samsvarandi því sem selt er á leikum (t.d. vínarbrauð, pylsa eða kleina).
b. Frítt á Október – fest, sem verður árlegur styrktarviðburður klúbbsins
c. Barmmerki KFR
d. Árleg gjöf til félagsmanna, send að vori. (t.d. trefill, bolli eða húfa)
Árgjald, kr. 20.000 hvert ár, sem greiðist inn á reikning meistaraflokks KFR.
Hér er hægt að skrá sig í klúbbinn
Sigurður Skagfjörð er stuðningsmaður númer 1