KFR sigrar Afríku

KFR lagði lið Afríku sannfærandi á SS-vellinum á Hvolsvelli í kvöld. Ívan Breki Sigurðsson opnaði markareikning KFR í leiknum með marki á 9 mínútu, en þetta var líka hans fyrsta mark á Íslandsmóti fyrir meistaraflokk.

Trausti Rafn Björnsson bætti í á 11 mínútu og staðan orðin 2 – 0. Næst var komið að Hjörvari Sigurðssyni sem skoraði á 14. mínútu og það var svo miðvörðurinn Przemyslaw Bielawski sem skoraði eftir hornspyrnu á 40. mínútu. Staðann í hálfleik 4 – 0.

Seinni hálfleikur fór rólega af stað, það var Helgi Valur Smárason sem skoraði 5 mark KFR eftir laglega sókn. Þá var aftur komið að Ívani Breka Sigurðssyni sem kom KFR í 6 – 0. Það var svo fyrirliðinn Hjörvar Sigurðsson (maður leiksins) sem bætti við tveim mörkum áður en leiknum lauk.

Sannfærandi 8 – 0 sigur. Næsti leikur KFR verður við Berserki í Fossvoginum þann 3. júní klukkan 20:00.