Fundur settur kl. 20:05 – Fundarstaður Hvolsskóli
- Ingvi Karl kosinn fundarstjóri. Sandra Sif kosin ritari fundarins.
- Starfsskýrsla stjórnar kynnt, Tinna les.
- Gunnar Aron, gjaldkeri, fer yfir endurskoðaða reikninga fyrir árið 2022.
- Starfsskýrsla stjórnar og ársreikningar KFR ,fyrir árið 2022, samþykktir samhljóða.
- Kynning á hækkun æfingagjalda. Tinna kynnir. Hækkun æfingagjalda samþykkt. Ábendingar komu með að pressa væri á að lágmarksæfingafjöld yrðu í öllum flokkum.
- Minnisblað – samtal á milli sveitarfélaga og íþróttafélaga í Rangárvallasýslu. Viljum við sameina öll íþróttafélögin? Kostir og gallar ræddir.
KFR starfar nú þegar á sýsluvísu – spurning hvort Dímon, Hekla og Garpur sameinist fyrst? En þá spurning hvort við verðum útundan, sem eitt stakt félag.
Kostir að sameina starfsmenn; formaður, styrktarþjálfari o.fl. Rætt um aðstöðu.
Spurning hvort KFR ætti að ráða framkvæmdastjóra eða gera formannshlutverkið að starfi
-setja þar upp starfshlutfall.
KKR þarf að gera styrktarsamninga við fyrirtæki t.d. til 5 ára í senn.
Er vilji fundarmanna til að fara af stað í einhverja sameiningarvinnu?
Góð umræða bæði með og á móti sameiningu. Umræðum frestað, málið verður tekið aftur upp undir önnur mál. - a) Allir í aðalstjórn gefa kost á sér áfram nema Guðmundur Úlfar. Jónas Örn Hreiðarsson gefur kost á sér í hans stað.
b) Tinna gefur kost á sér til formanns. Ekki kom mótframboð.
c) Kosning varamanna. Klara gefur kost á sér áfram. Tómas hættir sem varamaður. Ellert Geir kemur inn í hans stað sem formaður meistaraflokksráðs.
d) Kosning skoðunarmanna reikninga. Berglind Hákonardóttir og Lárus Einarsson, núverandi skoðunarmenn, gefa kost á sér áfram.
A. B. C. D. Samþykkt samhljóða. - Önnur mál.
• Aðstöðumál – tími aðgerða upprunninn hjá KFR til að setja í gang raunhæft plan um það hvernig á að koma boltanum af stað. KFR þarf að byrja að sækja styrki til mannvirkjasjóðs KSÍ.
• Koma hönnun og plani af stað – hvert stefnum við, hvað ætlum við að framkvæma?
• Spurning að athuga með Landsvirkjun og Landsnet með styrki – háspennulína sem á að fara að leggja í gegnum ytra og eystra. Stórt samfélagslegt verkefni sem við þurfum að hvetja fólk til að taka þátt í.
• Tillaga til stjórnar til að skipa starfshóp til að fara lengra með màlið og koma af stað vinnu fyrir alvöru.
• Aðalfundur KFR 2023 tekur vel í hugmyndir um samvinnu eða sameiningu íþróttafélaga í Rangárvallarsýslu og felur stjórn KFR að vinna málið áfram.
• Kynnt fyrir fundarmönnum fyrirhuguð áform um uppsetningu á auglýsingaskiltum frá bilboard í ytra og eystra. Af þessu munu koma inn leigutekjur að fjárhæð 900.000kr. KFR er að semja við sveitafélögin um staðsetningu og leiguverð á lóð.
• Stjórn hvött til að hafa æfingatöfluna sýnilegri. Uppfæra heimasíðu eða facebook síðu. - Fundarslit – Fundarmönnum þakkað fyrir komuna.
Fundi slitið kl. 21:38.