Hækkun æfingagjalda

Á síðasta aðalfundi KFR, 22. mars 2023 var lögð fyrir drög að nýrri æfingargjaldatöflu fyrir árið 2023. 9% hækkun allra flokka var samþykkt af meirihluta fundarmanna og felldur var úr gildi 50% afsláttur af æfingagjöldum í 7. flokki karla og kvenna. Framvegis er 25% afsláttur af æfingagjöldum á iðkendum í 7. flokk (iðkendur í 1. og 2. bekk) og engin systkinaafsláttur áfram. 
KFR er að stíga inn í heim Sportabler þessa dagana og verða æfingagjöld send út í gegnum kerfið nú í mars. Iðkendur í Rangárþingi ytra geta nýtt frístundastyrk sinn. Æfingagjöldin dreifast á þrjá gjalddaga eins og áður og kemur á hverri önn, vorönn, sumarönn og haustönn.
kv Stjórn KFR