Fyrsta umferð í Mjólkurbikar KSÍ

KFR og Hamar eigast við í fyrstu umferð Mjólkurbikarsins á morgun, mánudaginn 11. apríl. Leikurinn fer fram á Domusnova vellinum (heimavelli Leiknis í Breiðholti) og byrjar klukkan 20:00.

Við vonum að sem flestir mæti á völlinn og styðji við bakið á KFR í þessum fyrsta Suðurlandsslag. En svo skemmtilega vill til að KFR og Hamar eru saman í riðli í sumar og eiga því eftir að mætast nokkrum sinnum í sumar.