Warning: Undefined variable $output in /var/www/virtual/kfrang.is/htdocs/wp-content/themes/Melos_Pro/admin/main/options/12.custom-styling.php on line 26

KFR komið áfram í Mjólkurbikarnum

KFR sótti Ými heim í Kópavog í fyrstu umferð Mjólkurbikarsins í dag. Leikurinn var hin besta skemmtun og endaði með sannfærandi sigri KFR.
Ýmir komst yfir snemma leiks eftir hornspyrnu. KFR var með yfirhöndina í leiknum og jafnaði í fyrrihálfleik með glæsilegu skallamarki frá Heiðari Óla Guðmundssyni, hans fyrsta mark fyrir meistaraflokk eftir hornspyrnu frá Helga Val Smárasyni.
Það var síðan snemma í fyrri seinni hálfleik sem Helgi Valur átti frábæra fyrirgjöf úr aukaspyrnu sem fyrirliðinn Hjörvar Sigurðsson lagi boltann snyrtilega í netið.
KFR sótti meira í leiknum og átti meðal annars tvö skot í slá.
Það ræðst síðan á morgun hvort það verður Vestri eða Hamar sem mæta KFR í næstu umferð Mjólkurbikarins.