KFR heimsótti lið Vestra í annarri umferð Mjólkurbikarsins í dag. Leikurinn var spilaður í Borgarnesi í sól og sterkum vindi. Vestri var meira með boltann, en KFR skapaði sér betri færi í fyrri hálfleik þar sem Hjörvar Sigurðsson var nálægt því að koma boltanum í netið.
Síðari hálfleikurinn var svipaður, Vestri var mikið með boltann en gekk erfiðlega að skapa sér færi á móti vel skipulögðu liði KFR. Það var ekki fyrr en á 83 mínútu sem Vestri komst yfir.
KFR sótti meira það sem eftir var leiks og skoraði Trausti Rafn Björnsson úr aukaspyrnu á 90 mínútu, en dómari leiksins dæmdi markið af, en mjög erfitt var að átta sig á hvers vegna.
KFR sýndi frábæra liðsheild í þessum leik þar sem leikmenn börðust hver fyrir annann og það var ekki hægt að sjá að lið Vestra væri þrem deildum ofar.